Á fundi sínum þ. 28. september s.l. skipaði Framkvæmdastjórn HSÍ í 4 manna Lyfjanefnd fyrir stofnunina.

 Á sama fundi var samþykkt sérstök Lyfjastefna fyrir stofnunina og erindisbréf fyrir Lyfjanefndina. Í stuttu máli skal nefndin vera stofnuninni til ráðgjafar um lyfjamál, halda utanum lyfjalista og hafa eftirlit með að þar sé framfylgt lögum, reglugerðum og gæðastöðlum um geymslu og meðferð lyfja.

Höf.:HH