Heilsugæslustöðin í Bolungarvík verður lokuð vegna viðgerða á húsnæði stöðvarinnar dagana 6. – 14. júní næst komandi.

Fasteignir ríkissjóðs vinna nú að viðhaldi á heilsugæslustöðinni og því er óhjákvæmilegt að einhver röskun verði á opnunartíma hennar.

Heilsugæslustöðin verður einnig lokuð á miðvikudögum í sumar.

Bent er á að hægt er að panta tíma á heilsugæslustöðinni á Ísafirði í síma 450 4500


Höf.:ÞÓ