Ingibjörg Snorradóttir Hagalín gaf legudeildum Heilbrigðisstofnunarinnar þrjá
BARA-stuðningspúða frá fyrirtækinu BARA list-iðja á dögunum.
Með BARA-stuðningspúðunum er hægt að slaka vel á í herðum og handleggjum og koma í veg fyrir vöðvaspennu og verki sem henni fylgja.
Púðarnir nýtast sjúklingum okkar á margan hátt s.s. til hvíldar, sem stuðningur við t.d. lestur, handavinnu, tölvur, brjóstagjöf og fleira. Starfsfólk stofnunarinnar þakkar Ingibjörgu fyrir góða og kærkomna gjöf.

 


Höf.:SÞG