Fulltrúar Rebekkustúkunnar Þóreyjar IOOF komu í heimsókn á legudeildir FSÍ færandi hendi þann 2. maí s.l..

Síðast liðinn mánudag komu þær Helga Sveinbjörnsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Samúelsdóttir fulltrúar Rebekkustúkunnar Þóreyjar IOOF í heimsókn á legudeildir FSÍ. 
 
Erindið var tvíþætt, annars vegar að færa Bráðadeild FSÍ 150 þúsund krónur sem varið skal til kaupa á dýnu og Lazy-Boy stól og hins vegar að færa Öldrunarlækningadeild FSÍ 150 þúsund krónur sem varið skal til kaupa á sjónvarpsskáp og Lazy-Boy stól.
Stofnunin og starfsfólk hennar þakkar þann hlýhug sem birtist í þessum höfðinglegu gjöfum Rebekkustúkunnar Þóreyjar IOOF.

Á myndinni má sjá fulltrúa gefenda ásamt Auði Ólafsdóttur deildarstjóra Bráðadeildar og Rannveigu Björnsdóttur deildarstjóra Öldrunarlækningadeildar.


Höf.:ÞÓ