Vegna góðrar aðsóknar í skimun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist að bæta við nokkrum tímum. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-4500 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.

Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstað greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.

Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/.

Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.

Skimað verður á sunnanverðum Vestfjörðum á næstu dögum eða vikum.


Höf.:SLG