Eitt af hlutverkum Landlæknis er að hafa eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta.
Dagana 21. – 25. febrúar n.k. munu liggja frammi spurningalistar á heilsugæslustöðvunum í Ísafjarðarbæ og í Súðavík á vegum Landlæknis.
Könnunin mun fara fram á 16 heilbrigðisstofnunum í þetta skipti en hún er hluti af árangursmati sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið stendur fyrir.
Allir þeir sem sækja þjónustu heilsugæslustöðvanna á áðurnefndu tímabili eru hvattir til að taka þátt.
Höf.:ÞÓ