Inflúensubólusetningar hefjast þann 14. október nk. og lýkur þann 29. nóvember.

Bólusett er alla virka daga frá kl: 10:00 – 11:30 & 14:00 – 15:30 á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.   

                                   

Á stöðvum utan Ísafjarðar verður bólusett á opnunartíma heilsugæslusela í Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri.

Flateyri:  Bólusett verður á Flateyri þann 16.10.2019 frá kl: 13:30 -14:30.  Staðsetning: Bryggjukaffi.

Nauðsynlegt er að panta tíma í bólusetningu í síma:

 450-4500

 

 

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöðina, en einstaklingar 60 ára og eldri, og þeir sem tilheyra eftirtöldum áhættuhópum, fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskírteini við komuna.

Sóttvarnalæknir mælist til þess að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir einstaklingar sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og          lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.                                                    
  • Þungaðar konur.

Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.