Inflúensubólusetningar hefjast þann 1. október nk. en þeim lýkur þann 30. nóvember.

Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni Torfnesi á Ísafirði og er opið alla virka daga kl. 14:30 til 15:30. Bólusett verður á öðrum heilsugæslustöðvum (Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri) á opnunartíma þeirra. Þar þarf að panta tíma svo að vitað sé um magn bóluefnis í hvert sinn.

Einnig er bólusett á heilsugæslustöðinni á Patreksfirði. Þar er betra að bóka tíma og fá tíma samdægurs. Ekki er sérstaklega boðið upp á bólusetningar á Bíldudal og Tálknafirði, en þeir sem eiga ekki heimangengt ættu að hafa samband við heilsugæsluna og þá er lausn fundin á því. 

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöðina, en einstaklingar 60 ára og eldri, og þeir sem tilheyra eftirtöldum áhættuhópum, fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskírteini við komuna.

Sérstaklega mælir sóttvarnalæknir með að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við bólusetningarnar:

– einstaklingar 60 ára og eldri

– einstaklingar með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.

– heilbrigðisstarfsfólk sem annast sjúklinga í áhættuhópum hér að ofan.

– þungaðar konur

Uppfært 17. október með upplýsingum um suðursvæðið. 

Höf.:SÞG