Nú er hafin bólusetning við inflúensu á heilsugæslunni Ísafirði.

Hægt er að mæta í bólusetninguna milli kl. 13:30 og 15:30 alla virka daga.  Eru allir eldri en 60 ára ásamt börnum og fullorðnum sem hafa langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- eða lifrarsjúkdóma, sykursýki eða illkynja sjúkdóma hvattir til að láta bólusetja sig.
Greiða þarf kr. 600.- fyrir bólusetninguna auk komugjalds (700.- almennt gjald en 350.- fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega).

Höf.:SÞG