Á fundi framkvæmdastjórnar stofnunarinnar þann 5. júní s.l. var samþykkt að ráða Hörð Högnason hjúkrunarfræðing sem hjúkrunarforstjóra stofnunarinnar frá og með 1. júlí. Staðan var auglýst laus til umsóknar í apríl s.l..

 

Hörður er fæddur á Ísafirði 1952 og lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1978.  Hann lagði stund á framhaldsnám í svæfingahjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann árin 1978-1981. 

 

Hörður hefur yfir 20 ára starfsreynslu í hjúkrun og hefur bæði starfað sem deildarstjóri og hjúkrunarforstjóri við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.    


Höf.:ÞÓ