Undanfarið hafa hjúkrunardeildinni í Bolungarvík borist margar höfðinglegar gjafir.

Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur færði deildinni sófasett nú fyrir skömmu til nota í setustofu.

Bræðurnir Einar, Ómar og Bjarni Benediktssynir færðu deildinni fullkomna sjúklingalyftu í nóvember.

Einar Benediktsson færði deildinni nýtt 42″ sjónvarp nú fyrir skömmu.

Kvenfélagið Brautin, Kvennadeild SVFÍ og Sjálfsbjörg öll í Bolungarvík færðu deilinni kr. 300.000.- að gjöf.

Stofnunin og starfsfólk hennar þakkar ofangreindum aðilum kærlega fyrir þessar góðu gjafir.


Höf.:ÞÓ