Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ekki verið sett upp heimsóknarbann enn sem komið er. Sú ákvörðun er þó endurskoðuð daglega út frá stöðu smita í umdæmi stofnunarinnar. 

Þeir sem koma í heimsókn til ættmenna á hjúkrunarheimilum og legudeild eru beðnir um að hafa eftirfarandi í huga:

  • Handþvottur er mikilvægasta ráðið til að forðast smit og einnig er mikilvægt að nota handspritt. Hafið þetta alltaf í huga þegar komið er í heimsókn.
  • Forðist alla líkamlega snertingu eins og hægt er svo sem handabönd, faðmlög og kossa við íbúa.
  • Forðist að koma við snertifleti í almennum rýmum svo sem handriði og hurðarhúna.

 

Íbúar hjúkrunarheimila eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma. Þeir eru því í sérstökum áhættuhópi tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni. 

 

Þeir sem eru með kvefeinkenni, flensulík einkenni eða hafa ferðast nýlega til skilgreindra áhættusvæða samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis eru beðnir um að gæta varúðar og koma ekki í heimsókn á stofnunina.

 

Við bendum ykkur á að kynna ykkur leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins því staða mála og leiðbeiningar þeim tengdar geta breyst dag frá degi.

 

 

Höf.:SLG