Ákveðið hefur verið að setja á heimsóknarbann á allar deildir stofnunarinnar. Sú ákvörðnun er tekin af stjórn sóttvarna hjá stofnuninni, meðal annars í ljósi þess að komin eru fram 3. stigs smit innanlands. Bannið gildir á sjúkrahúsunum á Ísafirði og Patreksfirði og hjúkrunarheimilunum Bergi, Eyri og Tjörn. Bannið gildir frá og með fimmtudeginum 12. mars.

Tekið verður tillit til sérstakra aðstæðna sem geta komið upp, til dæmis vegna fólks í lífslokameðferð og vegna barna sem þurfa foreldra með sér. Slíkar aðstæður eru metnar af deildarstjóra á hverjum stað í samráði við umdæmislækni sóttvarna.

Settar hafa verið upp facebooksíður fyrir hjúkrunarheimilin og í gegnum þær síður geta aðstandendur hringt myndsímtal til ástvina sinna. Nánari upplýsingar berast beint til aðstandenda.

Einnig er hægt að heimsækja aðstandendur á Ísafirði og Patreksfirði í gegnum svokallaða fjarverur (sjá t.d. hér https://suitabletech.com/products/beam og hér https://www.ruv.is/frett/hvada-verur-eru-i-haskolanum-a-akureyri). Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Ósk (gudruno@hvest.is).  

Óski aðstandendur eftir frekari upplýsingum eru þeir beðnir um að snúa sér til viðkomandi deildarstjóra.

Heilsugæslan er opin eins og verið hefur. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 og fá þar nánari upplýsingar um hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að koma ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Einkenni sýkingarinnar líkjast helst flensu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. 

Aðgengi á endurhæfingardeild á Ísafirði breytist í kjölfar þessara ráðstafana. Deildin verður lokuð fyrir fólk utan úr bæ frá kl. 9.30-14.00.

Höf.:SLG