Fimmtudaginn 4. september heimsótti heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller heilbrigðisstofnun Vestfjarða ásamt aðstoðarmanni, Jóni Magnúsi Kristjánssyni. Í heimsókninni fundaði hún með framkvæmdastjórn, Lúðvík Þorgeirssyni, forstjóra, Elísabetu Samúelsdóttur, fjármálastjóra, Erling Aspelund, framkvæmdastjóra mannauðs, Hildi Elísabetu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar og Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur framkvæmdastjóra lækninga. Að loknum fundi og morgunverði var farið í skoðunarferð um stofnunina á Ísafirði, sjúkradeild, heilsugæslu og um hjúkrunarheimilið Eyri. Þar hitti ráðherra margt starfsfólk við störf sín. Að loknum hádegisverði var haldið til Bolungarvíkur á hjúkrunarheimilið Berg. Þar hitti ráðherra deildarstjóra hjúkrunarheimila fyrir norðursvæði, Auði Helgu Ólafsdóttur og annað starfsfólk á Bergi ásamt íbúum þar.
Heimsóknir sem þessar eru skemmtilegar og mikilvægar til að skapa rými fyrir samtal við stjórnendur og starfsfólk í sínum störfum. Við þökkum ráðherra og aðstoðarmanni fyrir innlitið og vonum að þau hafi haft ánægju af heimsókninni Vestur.

Heilbrigðisráðherra ásamt aðstoðarmanni og framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.



Í skoðunarferð um fæðingardeild, þar sem nýlega var tekið í notkun nýtt og glæsilegt endurlífgunarborð nýbura.

Ráðherra ásamt starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungvarík.