Framkvæmdir hafa staðið yfir í húsnæði heimahjúkrunar á Hlíf en þar hefur aðstaðan verið stækkuð um nærri helming.

 Þetta auðveldar alla vinnu á staðnum enda veitir ekki af þar sem eftirspurn eftir þessari þjónustu mun að öllum líkindum vaxa verulega á komandi árum. Var þeim sem að þessum breytingum komu, auk vistmanna á Hlíf, boðið til örlítillar gleði af þessu tilefni. Var mæting góð og ekki annað að sjá en að fólki litist vel á hina ?nýju heimahjúkrun?.


Höf.:SÞG