Niðurstöður í könnun stéttarfélagsins Sameykis um stofnun ársins fyrir árið 2020 hafa verið birtar. Könnunin var lögð fyrir í febrúar, áður en verulegra áhrifa fór að gæta af heimsfaraldrinum, en birtingu niðurstaðna hefur verið frestað vegna aðstæðna.
 
Eftir mikla bætingu milli áranna 2018 og 2019 stendur einkunn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í stað milli ára. Stofnunin er áfram yfir meðaltali heilbrigðisstofnana, bæði í einkunn og röðun.
 
Séu niðurstöður stofnunarinnar eftir undirliðum bornar saman við aðrar heilbrigðisstofnanir sést að upplifun starfsmanna af launakjörum og vinnuskilyrðum eru einna helst þeir þættir sem eru hærri hjá HVest. Þegar undirliðir könnunarinnar eru skoðaðir sést að ánægja og stoltímynd stofnunar, stjórnun og starfsandi hafa einna helst hækkað frá 2017 til 2020.
 
Sameyki og forverar þess hafa staðið fyrir könnuninni um stofnun ársins um árabil. Könnunin er lögð fyrir alla starfsmenn í opinberum stofnunum og fyrirtækjum og gefur verðmætar upplýsingar til að bera stofnanir saman, styðja við umbótaverkefni, fagna því sem vel er gert og sjá hvar skóinn kreppir.


Höf.:SLG