Allir sem fóru í sýnatöku í morgun reyndust neikvæðir fyrir covid. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur því tekið sjúkrahúsið af hættustigi.
 
Starfsfólk rannsóknadeildar á Ísafirði er þrátt fyrir það í sóttkví fram í næstu viku og deildin eingöngu opnuð í neyð og með talsverðum viðbúnaði. Rekstur annarra deilda er kominn í eðlilegt horf.

Höf.:GÓ