Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar hefur borist gjafabréf frá Lionsklúbb Ísafjarðar. Gjöfin er færð í nafni Jósefínu Gísladóttur og Úlfars Ágústssonar vegna sjötugs afmælis þeirra.

Vill starfsfólk stofnunarinnar þakka kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun koma að góðum notum og verður ráðstafað til hagsbóta fyrir þá sjúklinga er á deildinni dvelja.

Á myndinni má sjá Sigurð Pétursson og Kára Jóhannsson afhenda gjafabréfið.


Höf.:ÞÓ