Í tilefni aldarafmælis Kvenfélagsins Hlífar færði það öldrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar loftdýnu og hægindastól. Loftdýnan er hugsuð fyrir sjúklinga sem liggja þungt og eru jafnvel í sárahættu vegna legunnar. Hægindastóllinn er rafstýrður og auðveldar öldruðum bæði að setjast í hann og standa upp úr honum. Einnig er hægt að leggja stólinn alveg aftur þannig að hann nýtist vel sem hvíldarstóll.
Vill starfsfólk stofnunarinnar þakka kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir sem eiga örugglega eftir að koma að góðum notum.

 


Höf.:SÞG