Á fæðingastofu Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði er vegleg baðlaug, sem notuð er í þeim tilgangi að lina hríðarverki og aðra vanlíðan í fæðingu. Hefur það háð konunum, að ekki hefur verið hægt að hlusta eftir hjartslætti fóstursins ofan í laugarvatninu.

 

 

Slysavarnardeild kvenna á Ísafirði kom og bjargaði því vandamáli þ. 16. mars s.l. og færði fæðingadeildinni að gjöf vatnsheldan doppler af Huntleigh gerð, en hann fylgist með hjartslætti fósturs í gegnum kviðvegg móðurinnar, án þess að hún þurfi að standa upp úr lauginni í hvert skipti og þess er þörf. Eru slysavarnadeildinni færðar alúðarþakkir fyrir velvilja þeirra.

 

Við sama tækifæri færði slysavarnadeildin nýbökuðum foreldrum á fæðingadeildinni öryggisvörur fyrir heimili þeirra, sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir óhöpp hjá barni þeirra í framtíðinni. Ætlar Slysavarnadeild kvenna á Ísafirði að halda áfram að færa nýjum foreldrum slíka gjafapakka.


Höf.:HH