Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. afhenti nokkrum aðilum í heimabyggð styrki. Þeir sem hlutu styrkina eru: Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík og Björgunarfélag Ísafjarðar, auk þess sem Björgunarfélagi Ísafjarðar var veittur sérstakur fjárstuðningur vegna sjálfboðavinnu félaga sveitarinnar í tengslum við þakskipti á fasteignum HG í Hnífsdal í sumar. Þá var Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði einnig afhent fullkomið sjúkrarúm með sérstakri loftdýnu til varnar legusárum og fjölnota hjólaborði.

 ?Það er okkur hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru mikill heiður að geta sutt við bakið á góðu starfi í heimabyggð. Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi björgunarsveitanna og heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nærsamfélagið hér á Vestfjörðum. Því vildum við sýna hug okkar í verki“, segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar.
Í tilefni dagsins var boðið til kaffiveitinga í kaffisal fyrirtækisins í Hnífsdal miðvikudagskvöldið 31. október.

Ámyndinni eru frá vinstri: Einar Valur Kristjánsson, Páll Hólm, Rannveig Björnsdóttir, Sigurjón Sveinsson, Kristján G. Jóhannsson og Ari Jóhannson.

Fréttin er fengin af www.frosti.is


Höf.:ÞÓ