Sæl öll

Þar sem fulltrúi Velferðarráðuneytisins Fjóla María Ágústsdóttir komst ekki á áður auglýsta fundartíma er komin ný tímasetning á fundi hennar með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Sameining heilbrigðisstofnana kynningar- og vinnufundir verða sem hér segir:

  • Starfsfólk á sunnanverðum Vestfjörðum er hér með boðað á fund í matsal stofnunarinnar á Patreksfirði mánudaginn 20. október sbr. neðangreinda dagskrá.
  • Fundur frá kl. 13:30 – 15:30
  • Starfsfólk á norðanverðum Vestfjörðum er hér með boðað á fund í matsal á Torfnesi þriðjudaginn 21. október sbr. neðangreinda dagskrá. Sama dagskrá er á öllum fundunum.
  • Fyrri fundurinn 12:30 – 14:30
  • Seinni fundurinn 14:45 – 16:45

Mikilvægt er að sem flestir mæti og að stjórnendur deilda hliðri til eins og kostur er.


Höf.:ÞÓ