Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði var nú í dag afhent gjöf frá vinum Guðlaugs Elíss Guðjónssonar heitins. Er um tvö sjónvarpstæki að ræða sem ætluð eru til notkunar á bráðadeild sjúkrahússins.

 Með gjöfinni fylgdi kort þar sem stendur:

Til minningar um Guðlaug Elís Guðjónsson góðan vin og æskufélaga.
Viljum við færa Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þessi sjónvarpstæki að gjöf fyrir góða umönnun og liðlegheit.
Ármann Björnsson, Runólfur Þorláksson, Guðjón Jónsson, Steinþór Steingrímsson, Hilmar Guðbjörnsson Sturla Þorsteinsson, Leifur Þorsteinsson og makar.

Tóku deildarstjórar bráðadeildar, Auður Helga Ólafsdóttir og Árný Halldórsdóttir, og lækningaforstjóri stofnunarinnar, Þorsteinn Jóhannesson, við gjöfinni fyrir hönd stofnunarinnar. Þorbjörg Jensdóttir afhenti tækin fyrir hönd gefenda.


Höf.:SÞG