Þrír af fjórum efstu mönnum Samfylkingarinnar auk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar litu við á Heilbrigðisstofnuninni í morgun en þau eru stödd hér vegna opins fundar í kvöld.

Frambjóðendurnir Guðbjartur Hannesson, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Sigurður Pétursson gengu ásamt foringja sínum um húsið undir leiðsögn Þrastar Óskarssonar framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Heimsóttu þau allar deildir hússins en myndin hér til hliðar sýnir þau rabba við fólk við æfingar í endurhæfingunni.


Höf.:SÞG