Heilbrigðisstofnun Vestfjarða var sett á rönguna í mars og var með mjög óhefðbundnum hætti allan aprílmánuð. 11. maí falla úr gildi sérstakar ráðstafanir sem hafa verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Smám saman, í varlegum skrefum, nær starfsemin svipuðum takti og verið hefur. Þjónusta heilsugæslu fer að taka á sig eðlilegan brag og Viðar tannlæknir byrjar aftur hér á Ísafirði. 

Skrefin verða sum lítil og varfærin, sérstaklega þegar kemur að hjúkrunarheimilunum og legudeildunum. Þetta er gert til að minnka sem frekast er kostur líkur á að smit berist þangað inn.

Hér á sérstakri síðu eru nánari upplýsingar, en lykilatriðin eru þrjú: 

  1. 1. Ef þú ert með minnsta kvef, hósta, hita, flensulík einkenni eða beinverki, ekki koma, heldur hafðu samband í síma 450 4500. Þú færð þá nánari upplýsingar um hvernig þú átt að bera þig að og hvar þú átt að koma, ef það er yfir höfuð þörf á.
  2. 2. Enginn má koma inn á heilsugæslu, í blóðprufur eða annað án þess að vera með bókaðan tíma. Hægt er að bóka tíma í síma og á Heilsuveru. 
  3. 3. Heimsóknabanni verður aflétt í litlum skrefum frá 4. maí á Patreksfirði og 18. maí á Eyri, Bergi og Tjörn. Aðstandendur og íbúar hafa fengið upplýsingar frá starfsmönnum sem einnig svara spurningum sem upp koma. 

Höf.:GÓ