Í blíðviðrinu í gær hélt Starfsmannafélag stofnunarinnar grill fyrir starfsfólk og gesti þess.

Mæting var afar góð og reiknað er með að vel yfir 130 manns hafi verið á svæðinu fyrir framan sjúkrahúsið.

Yngsta kynslóðin fékk að fara á hestbak og vakti það gríðarlega lukku.

Á myndinni má sjá nokkra af knöpum framtíðarinnar bíða eftir að röðin komi að þeim.Höf.:ÞÓ