Færni- og heilsumat er faglegt og einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Matið er staðlað ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá lækni eftir því sem við á. Einnig er gert færni- og heilsumat fyrir tímabundna hvíldardvöl á hjúkrunarheimili.
Hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir á sjúkradeild á Ísafirði eru fyrir utan þetta kerfi, og sótt er um það í gegnum lækni.
Sérstök nefnd er starfrækt fyrir hvert heilbrigðisumdæmi. Elsa Magnúsdóttir (elsa.magnusdottir@hvest.is) hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun á Ísafirði er tengiliður nefndarinnar á Vestfjörðum.
Í nefndinni eru:
- Elsa Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, formaður
- Margrét Geirsdóttir velferðarsviði Ísafjarðarbæjar
- Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir á Landspítala
Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en 5-6 vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni- og heilsumat eða hvíldardvöl þar til niðurstaða liggur fyrir.
Niðurstaða mats nefndar er tilkynnt skriflega þegar hún liggur fyrir.
Umsóknareyðublað er að finna á vef Embættis landlæknis. Athugið að heimilisfang stofnunarinnar er rangt skrifað neðst á umsóknareyðublaðinu, best er að senda til Elsu Magnúsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Torfnesi, 400 Ísafirði.
Uppfært 13. desember 2021 (Ritstj.)