Þær Agnes Lára Agnarsdóttir, Alexía Ýr Ísaksdóttir, Eva Rut Benediktsdóttir, Viktoría Kristín Viktorsdóttir og Ingibjörg Magna Hilmarsdóttir litu við á sjúkrahúsinu í dag og komu alls ekki tómhentar. Þær héldu tombólu á dögunum og afhentu afraksturinn, 9.250 krónur, til styrktar Fæðingadeild FSÍ. Vill starfsfólk allt þakka þessum duglegu stelpum kærlega fyrir framlagið.

 


Höf.:SÞG