Fulltrúi frá iðnfyrirtækinu Marel mætti á fæðingadeildina í morgun og færði starfsfólki hennar glænýja nýburavigt. Hún er afar gerðarleg enda lögðu nokkrir starfsmenn fyrirtækisins dag við nótt við hönnun hennar en þeir höfðu einmitt tekið eftir því að nýburavigtir þær sem notaðar eru víða voru farnar að láta á sjá. Vildi fyrirtækið láta gott af sér leiða, hannaði og smíðaði þessa nýju gerð vigtar og færir nú þeim sem þurfa, t.d. fæðingadeild HVest, eitt eintak til endurnýjunar á því gamla sem smíðað var í Póls á Ísafirði fyrir all-nokkrum árum.

Starfsfólk fæðingadeildar og annað starfsfólk stofnunarinnar þakkar Marel kærlega fyrir hlýhuginn en vigtin er nú þegar komin í notkun.


Höf.:SÞG