Hulda María Einarsdóttir læknir stimplaði sig inn í byrjun mánaðarins. Hún er Vestfirðingum að góðu kunn enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún vinnur við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ.
Hulda fæddist í Hafnarfirði 1973 en ólst upp í Svíþjóð. Hún útskrifaðist frá MR 1992 og frá Læknadeild Háskóla Íslands 1999. Kandidatsárið 1999-2000 var hún á skurðdeild, lyflækningadeild og kvennadeild Landspítalans auk héraðsvinnu á Ísafirði. Hún hefur auk þess unnið sem deildarlæknir á eftirfarandi deildum: Lyflækningadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss (1 ár) og var þá einnig umsjónardeildarlæknir. Þá var hún á neyðarbíl og slysadeild í Fossvogi (3 mánuðir) og svæfingadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss (6 mánuðir). Í framhaldi af því tók við starf á skurðdeild Landspítalans en um tveggja ára skeið stundaði hún nám með vinnu á eftirfarandi skurðdeildum: Almennri skurðdeild, hjarta- og lungna-, lýta-, þvagfæra- og heila- og taugaskurðdeild ásamt fjögurra mánaða dvöl á skurðdeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hulda vann fyrst á Ísafirði um jólin 1997 en hún hefur alloft unnið hér í afleysingum, samtals 8-9 mánuði. Hún mun starfa hér fram á vor 2005 þegar hún heldur til Bandaríkjanna í sérnám í almennum skurðlækningum.
Höf.:SÞG