Rúnar Örn Rafnsson og Benedikt Einarsson frá BT komu hlaðnir pinklum á sjúkrahúsið nú fyrir stundu. Í tilefni eins árs afmælis BT á Ísafirði ákváðu þeir að færa stofnuninni nokkrar gjafir sem miða fyrst og fremst að því að stytta yngri sjúklingum stundir meðan þeir dvelja innan veggja hennar. Má þar nefna sjónvarp með DVD-spilara, Playstation-tölvu auk 13 leikja og 13 DVD-kvikmynda ætlaðar yngsta fólkinu. Allt starfsfólk HSÍ færir þeim bestu þakkir fyrir frábæra gjöf sem á örugglega eftir að gleðja marga sem hefðu annars átt langa daga á legudeildinni.

 


Höf.:SÞG