Bólusetningar á norðanverðum Vestfjörðum
Búið er að bólusetja börn fædd 2006, 2007, 2008 og hluta 2009. Ef einhver börn hafa ekki komist verður boðið upp á opin dag í september.
Fimmtudaginn 2. september verður eldra fólki sem fékk Pfizer boðin örvunarskammtur. 13 vikur verða að hafa liðið frá seinni Pfizer sprautu.
Dagskrá á fimmtudaginn er eftirfarandi:
- 10 og 10:30 Hlíf. Íbúar fá miða um hvenær þeir eiga að mæta. Bólusett verður í matsal Hlífar.
- 11:15 Fólk með heimahjúkrun á Ísafirði, Suðavík, Flateyri og Suðureyri og aðrir 80 ára og eldri. Bólusett verður í matsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
- 13:15 Íbúar Árborgar og aðrir 80 ára og eldri. Bólusett verður í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík.
Bólusetningar á sunnanverðum Vestfjörðum
Búið er að bólusetja börn fædd 2006, 2007, 2008 og hluta 2009. Foreldrum barna sem ekki hafa komist á þessum tíma er bent á að hafa samband við heilsugæsluna á Patreksfirði.
Í næstu viku verður byrjað að bjóða 70 ára og eldri örvunarskammt.