Aðsókn í bólusetningu vegna inflúensu hefur aldrei verið jafngóð og nú. Það er mikið ánægjuefni. Þetta þýðir þó að sá skammtur sem alla jafna hefur dugað vel, er á þrotum.

Við höfum því miður þurft að vísa fólki frá vegna þessa, þar með talið fólki sem hefur undirliggjandi sjúkdóma.

Bóluefni er einnig búið í öðrum heilbrigðisumdæmum. Ekki er von á meira bóluefni í ár.

Örfáir skammtar eru eftir sem verða gefnir fólki í mestri áhættu og verður haft samband við þau beint. Við getum því ekki tekið við fleiri bókunum eða símtölum með óskum um bólusetningu.

Höf.:GÓ