Útgerðarfélagið Blakknes í Bolungarvík gaf nýtt þráðlaust net á bráðadeild HVest á dögunum. Leysir hið nýja net, sem er af Unifi-gerð, gamalt og allt of hægvirkt þráðlaust net af hólmi sem var löngu hætt að geta mætt sífelldum og stórauknum kröfum um netsamband á deildinni. Það er því ljóst að þessi nýjung hefur auðveldað mörgum vafrið sem á deildina hafa komið. Sendarnir eru tveir og ná að dekka alla bráðadeildarálmuna auk hluta fæðingadeildar.
Hörður Högnason hjúkrunarforstjóri HVest tók við gjöfinni úr hendi Einars Guðmundssonar en starfsmenn og forsvarsmenn stofnunarinnar þakka þeim Blakknesfélögum kærlega fyrir höfðinglega gjöf.
Hörður tekur við gjöfinni af Einar Guðmundssyni.
Höf.:SÞG