Kona sem bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær 19. apríl. Hún var á níræðisaldri og var smituð af Covid-19. Þetta er annað andlátið á Bergi sem tengt er farsóttinni. 
 
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vottar aðstandendum samúð. Starfmönnum og heimilisfólki óskum við skjóts bata og samfélaginu þökkum við aðstoð og velvilja. Heimilið er enn að langmestu leyti rekið af fólki úr bakvarðasveitum. 


Höf.:GÓ