Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók á móti sneiðmyndatæki við afhöfn á sjúkrahúsinu í gær.

Guðlaugur Þór kom hingað vestur í gær í formlega heimsókn ásamt Ragnheiði Haraldsdóttur skrifstofustjóra og Pálínu Reynisdóttur frá fjármálaskrifstofu ráðuneytisins.

Við athöfn á sjúkrahúsinu veitti Guðlaugur Þór móttöku sneiðmyndatækinu sem velunnarar stofnunarinnar söfnuðu fyrir og sett var upp síðasta sumar.

Lauslega áætlað hefur tilkoma tækisins sparað notendum tækisins um 400 ferðir til Reykjavíkur.

Velunnurum stofnunarinnar mun verða boðið seinna á aðventunni í aðventukaffi og þar mun þeim gefast færi á að skoða búnaðinn sem þeir söfnuðu fyrir.

Á myndinni eru Guðlaugur Þór ásamt Ragnheiði og Pálinu.Höf.:ÞÓ