Þessi myndarlega maríuerluhnáta hefur gert sér hreiður í einu af mörgum skotum á byggingu Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Þar virðist hún una hag sínum vel, enda veit hún sem er að hún er í góðum höndum þegar fyrstu goggarnir gægjast í heiminn. Hún þó ólíkt rólegri yfir þessu öllu en ljósmæðurnar sem bíða með öndina í hálsinum enda eru fjölburafæðingar ekki daglegt brauð á fæðingardeildinni.

 


Höf.:SÞG