Miðvikudaginn 22. maí tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þátt í æfingu viðbragðsaðila á NV Vestfjörðum við hópslysi.
Æfingin sem tókst fram vonum var haldin í Önundarfirði og gekk út á flutning viðbragðsaðila á vettvang, vinnu á vettvangi og flutning á slösuðum frá vettvangi á sjúkrahúsið á Ísafirði og einnig á Ísafjarðarflugvöll.
Margir komu að æfingunni m.a. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, björgunarsveitir, slökkvilið, lögregla og fleiri. Einnig var Samhæfingamiðstöð í Skógarhlíð í Rvk virkjuð.
Líkt var eftir eftir hópslysi þar sem hópferðabifreið með tugi farþega hlekkist á og bregðast þurfti við því með viðeigandi hætti. Um krefjandi aðstæður er að ræða og m.a farið með „slasaða“ um Breiðadals og Botnsheiðargögn.
Tilgangur æfingar miðaðist við að samhæfa viðbrögð og vinnu viðbragðsaðila sem og heilbrigðisstarfsmanna og Vegagerðarinnar. Viðbragðsáætlun er virkjuð og allir verkferlar yfirfarnir.