Síðustu þrjá mánuði hefur verið mikið álag á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna COVID19 veirunnar. Starfsmenn hafa margir unnið mun meira en starfskylda býður og við aðstæður sem kalla á nýtt verklag og venjur. Smitgát hefur verið rauði þráðurinn í öllum störfum. Þennan tíma hefur verið ómetanlegt fyrir starfsfólk að finna hlýjan hug og fá góðar kveðjur frá nærsamfélaginu. Nú í vikunni kom þessi fallegi blómvöndur með þökkum til starfsfólks fyrir að standa vaktina.

Rétt er samt að minna á að slagurinn er ekki unninn og vill starfsfólk Hvest hvetja íbúa til að sinna áfram smitgát:. 

  • Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snertingu við augu, nef og munn.
  • Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni
  • Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum svo sem handrið, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna.
  • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.


Höf.:SLG