Legudeildir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fengu afhenta baðlyftu á dögunum en hún er gjöf frá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru ehf og Minningarsjóði Margrétar Leósdóttur. Lyftan er mikið þarfaþing, hún getur lyft sjúklingi í liggjandi eða sitjandi stöðu allt frá gólfhæð upp í rúman metra frá gólfi. Þannig er nú hægt að baða með lítilli fyrirhöfn, hvort sem um er að ræða í sturtu eða baðkari, alla þá sem erfitt eiga með hreyfingu. Lyftan er knúin rafmótor og er með innbyggða vigt.
Starfsfólk stofnunarinnar færir HG og forsvarsaðilum Minningarsjóðs Margrétar Leósdóttur innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Höf.:SÞG