Karl Sigurbjörnsson biskup, heimsótti Heilbrigðisstofnunina um hádegisbilið í dag. Hann snæddi fisk með starfsmönnum í hádeginu og heimsótti síðan deildir stofnunarinnar hverja á fætur annarri í fylgd framkvæmdastjórans Þrastar Óskarssonar, Fjölnis Freys Guðmundssonar yfirlæknis heilsugæslunnar, séra Magnúsar Erlingssonar prests á Ísafirði og séra Agnesar Sigurðardóttur prófasts og prests í Bolungarvík. Hann heilsaði upp á vistmenn öldrunardeildar sjúkrahússins og kunnu þeir bersýnilega vel að meta þá heimsókn enda er Karl afar viðmótsþýður og viðræðugóður.
Biskup hefur gert víðreist um norðanverða Vestfirði undanfarna daga og þakka stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar honum og föruneyti kærlega fyrir komuna.
Höf.:SÞG