Elísabet Jóna oft kennd við Rauðamýri við Djúp kom færandi hendi á sjúkrahúsið í morgun.
Elísabet Jóna færði sjúkrahúsinu eina og hálfa milljón krónur til minningar um foreldra sína þau Ingólf Jónsson og Guðbjörgu Torfadóttur. Ingólfur og Guðbjörg bjuggu lengst af í Hnífsdal.
Stofnunin og starfsfólk þakkar þann mikla vinarhug sem Jóna sýndi í verki nú í morgun.
Á myndinni má sjá Jónu og Þorstein Jóhannesson við afhendingu á gjöfinni.
Höf.:ÞÓ