Um 70 nemendur í sérnámi í heimilislækningum eru nú í náms- og kynnisferð á Ísafirði.
Námsdagurinn inniheldur örnámskeið í smáskurðlækningum, bæklunarlækningum, ómskoðun, liðástungum og heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum.
Auk þessa hefur ferðin það markmið að hópurinn kynnist innbyrðis, en sérnámslæknarnir starfa um allt land, þar af einn á Ísafirði.
Nemendum í sérnámi í heimilislækningum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og ekki vanþörf á.
Á meðfylgjandi mynd er hópurinn við gamla sjúkrahúsið á Ísafirði. Í miðjunni er Elínborg Bárðardóttir kennslustjóri.