A A A

Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa leitar ađ öflugu sumarstarfsfólki.

10.02 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Verkefnin eru fjölmörg, áhugaverð og krefjandi í lifandi og góðu starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Við leggjum áherslu á jöfn tækifæri, góðan starfsanda og samstarf ásamt ríkri öryggisvitund.

 

Almennar umsóknir má senda á netfangið hanna@hvest. 

 

Sumarstörf 2021

17.03 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir
Heilbrigðisstofnunin auglýsti nokkur störf á starfatorg.is. Auglýst er eftir fólki í sumarafleysingu:
  • Hjúkrunarfræðingum á hjúkrunarheimili
  • Sjúkraliðum á heilsugæslu og hjúkrunarheimili
  • Starfsfólki í aðhlynningu
  • Rekstrarstjóra á Patreksfirði
og svo er auglýst eftir framtíðarstarfsmanni í ræstingateymið á Ísafirði.
 
Endilega skoðið auglýsingarnar og deilið.

Sérnámsstađa í heilsugćsluhjúkrun

12.03 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Sérnámsstaða í heilsugæsluhjúkrun

 

Laus er til umsóknar ein sérnámsstaða hjúkrunarfræðings í heilsugæsluhjúkrun við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sérnámsstaðan er 80% og veitist frá 1. ágúst 2021 til eins árs.

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Markmið sérnáms:
- Efla hæfni hjúkrunarfræðinga, meðal annars í þverfaglegu samstarfi á heilsugæslustöð.
- Móta viðhorf og sýn til þjónustu heilsugæslunnar í komandi framtíð.
- Veita nemendum tækifæri til að rýna í og innleiða gagnreynda starfshætti í daglegu starfi undir handleiðslu lærimeistara á heilsugæslustöð.

 

Hæfniskröfur

 

- Almennt hjúkrunarleyfi, BS gráða (lágmarkseinkunn 7,00)

- Viðkomandi sé starfandi á heilsugæslustöð og hafi a.m.k. eins árs starfsreynslu í heilsugæslu
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um hjúkrunarmenntun ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. 

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
 

Starfshlutfall er 80%

Umsóknarfrestur er til og með 26.03.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 4504500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Sumarstörf 2021

25.02 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir
Átta auglýsingar um sumarstörf hafa birst á vefnum starfatorg.is þar sem auglýst er eftir fólki í sumarafleysingar. 
 
Skurðhjúkrunarfræðingur á skurð- og slysadeildhttps://www.stjornarradid.is/.../laus-storf.../auglysing/...
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrunhttps://www.stjornarradid.is/.../laus-storf.../auglysing/...
Hjúkrunarfræðingur á bráða- og legudeildhttps://www.stjornarradid.is/.../laus-storf.../auglysing/...
Hjúkrunarfræðingur á Patreksfirðihttps://www.stjornarradid.is/.../laus-storf.../auglysing/...

Hjúkrunarfrćđingur í skólahjúkrun

19.02 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Hjúkrunarfræðingur í skólahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í skólahjúkrun í afleysingarstöðu frá 1. mars 2021 til 1. september 2021, eða skv. nánara samkomulagi. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingurinn starfi á heilsugæslu frá skólalokum í byrjun júní til 1. september. Um er að ræða 100% stöðu með vinnutíma frá kl. 8 til 16 virka daga. Vinnustaðir eru grunnskólar í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi, auk heilsugæslusviðs.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Viðvera í skólunum, móttaka og viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur Skólaskoðanir og bólusetningar Eftirfylgni með nemendum sem þurfa frekari aðstoð og þjónustu Fræðsluskylda í öllum bekkjum skólanna Samvinna við aðra, sem að heilsuvernd og velferð barna koma, eins og lækna, sálfræðinga, geðteymi, skóla- og félagsmálayfirvöld o.s.frv. Almenn störf hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði

 

Hæfnikröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum Starfsreynsla við heilsugæslu-, eða skólahjúkrun er æskileg

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á viðtölum við umsækjendur og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Anette Hansen - anette@hvest.is - 450 4500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Sjúkraliđi viđ heimahjúkrun

15.02 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Sjúkraliði við heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða á Heimahjúkrunardeild á Ísafirði.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliðar heimsækja, aðstoða og annast um skjólstæðinga á heimilum þeirra. Vinnutími er á morgunvöktum á virkum dögum og á 4 klst kvöldvöktum. Unnið er aðra til þriðju hverja helgi. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Hæfnikröfur

Íslenskt sjúkraliðaleyfi Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum Starfsreynsla æskileg

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 70-80%

Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Heiða Björk Ólafsdóttir - heidabjork@hvest.is - 450 4500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Ljósmóđir - tímabundiđ starf

8.02 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða ljósmóður í tímabundið starf frá 1. september 2021 til 1. september 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 80% starf í dagvinnu ásamt bakvöktum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Störf ljósmóður felast meðal annars í fæðingarhjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura á sjúkrahúsi og í heimahúsum ásamt mæðra- og ungbarnavernd á heilsugæslustöð. Starfsskyldur eru við Heilsugæsluna á Patreksfirði í fyrirfram ákveðnum ferðum þangað. Tvær ljósmæður skipta á milli sín daglegum verkum og bakvöktum utan dagvinnu.

 

Hæfnikröfur

Íslenskt hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum Starfsreynsla æskileg

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Í boði er að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis. Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á viðtölum við umsækjendur og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Starfshlutfall er 80%

Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Erla Rún Sigurjónsdóttir - faeding@hvest.is - 696 9719
Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 695 2222

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Rćstitćknir

26.01 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling í ræstingu á Ísafirði. Um er að ræða 70-100% starf. Unnið er í dagvinnu á vöktum virka daga og um helgar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru þrif á bráða- og legudeild, fæðingardeild og hjúkrunarheimilinu Eyri.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Í ræstingardeildinni starfar 7 manna öflugur og jákvæður hópur. Störfin í deildinni eru fjölbreytt enda er vinnustaðurinn stór og líflegur.

 

Hæfnikröfur

Samviskusemi og sjálfstæði í starfi
Jákvæð framkoma og þjónustulund
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
Íslensku- og/eða enskukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 70 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.02.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Hanna Þóra Hauksdóttir - hanna@hvest.is - 4504545

Ræsting
Torfnesi
400 Ísafjörður

Yfirsálfrćđingur - umsóknarfrestur framlengdur til 8. febrúar

13.01 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu yfirsálfræðings á heilsugæslu. Starfinu er skipt á milli geðheilsuteymis stofnunarinnar og þjónustu við börn. Aðalstarfsstöðin er á Ísafirði, en gert er ráð fyrir að sálfræðingur veiti þjónustu 2 til 3 daga í mánuði á Patreksfirði. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi stofnunarinnar, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu og kemur til greina að sálfræðingur vinni að hluta til í fjarvinnu. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónusta við skjólstæðinga á Ísafirði, Patreksfirði og í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu.
Samstarf við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu.
Samstarf við skóla og félagsþjónustu á svæðinu, sem og við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Þátttaka í frekari innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu.
Þátttaka í uppbyggingu geðheilsuteymis.
Handleiðsla í boði

 

Hæfnikröfur

Klínískt nám í sálfræði og starfsleyfi frá Embætti landlæknis
Þekking og reynsla á gagnreyndum aðferðum
Reynsla af greiningu og meðferð barna og fullorðinna með geðrænan vanda
Framúrskarandi samskiptahæfni
Jákvæðni og frumkvæði í starfi
Áhugi, geta og faglegur metnaður til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi
Góð almenn tölvukunnáttu
Íslenskukunnátta er skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Húsnæðishlunnindi eru í boði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.02.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450-4500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Verkefnisstjóri á heimili fyrir börn í Bolungarvík

24.11 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við viljum ráða til starfa öflugan og sjálfstæðan verkefnisstjóra í teymi á heimili fyrir barn í Bolungarvík.

 

Unnið er eftir 21. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

 

Viðkomandi mun starfa sem hluti af teymi á vegum Bolungarvíkurkaupstaðar en heyra undir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa rúmlega 250 manns og veitir stofnunin almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; hjúkrunarsviði, heilsugæslusviði og sjúkrasviði, með sjúkrahús á Ísafirði og Patreksfirði. Í teyminu, sem byggir á samstarfi ríkis og sveitarfélaga, er lögð rík áhersla á góða samvinnu, góðan starfsanda og að virðing sé borin fyrir samstarfsfólki og skjólstæðingum.

 

Starfshlutfall er 80% morgun, kvöld og næturvaktir, auk bakvakta eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrun og umönnun skjólstæðings Veita stuðning, ráðgjöf og þjálfun fyrir annað starfsfólk sem kemur að umönnun skjólstæðings Fjölskylduhjúkrun Sinnir daglegri verkstjórn og bakvöktum ásamt öðrum verkefnisstjóra Samvinna og samráð við forstöðumann á heimilinu foreldra og aðra sem koma að þjónustu við barnið

 

Hæfnikröfur

Sjúkraliðamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Hæfni og áhugi á að vinna í teymi

Góð færni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

  • Vinnutímaskipulag: Vaktavinna
  • Starfshlutfall: 80%
  • Starfssvið: Önnur störf
  • Stéttarfélag: Sjúkraliðafélag Íslands
  • Umsóknarfrestur er til: 04.12.2020

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 450-4548

Smelltu hér til að sækja um starfið

Fyrri síđa
1
23Nćsta síđa
Síđa 1 af 3
Vefumsjón