A A A

Yfirsálfrćđingur

13.01 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu yfirsálfræðings á heilsugæslu. Starfinu er skipt á milli geðheilsuteymis stofnunarinnar og þjónustu við börn. Aðalstarfsstöðin er á Ísafirði, en gert er ráð fyrir að sálfræðingur veiti þjónustu 2 til 3 daga í mánuði á Patreksfirði. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi stofnunarinnar, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu og kemur til greina að sálfræðingur vinni að hluta til í fjarvinnu. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónusta við skjólstæðinga á Ísafirði, Patreksfirði og í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu.
Samstarf við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu.
Samstarf við skóla og félagsþjónustu á svæðinu, sem og við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Þátttaka í frekari innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu.
Þátttaka í uppbyggingu geðheilsuteymis.
Handleiðsla í boði

 

Hæfnikröfur

Klínískt nám í sálfræði og starfsleyfi frá Embætti landlæknis
Þekking og reynsla á gagnreyndum aðferðum
Reynsla af greiningu og meðferð barna og fullorðinna með geðrænan vanda
Framúrskarandi samskiptahæfni
Jákvæðni og frumkvæði í starfi
Áhugi, geta og faglegur metnaður til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi
Góð almenn tölvukunnáttu
Íslenskukunnátta er skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Húsnæðishlunnindi eru í boði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.01.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450-4500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Verkefnisstjóri á heimili fyrir börn í Bolungarvík

24.11 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við viljum ráða til starfa öflugan og sjálfstæðan verkefnisstjóra í teymi á heimili fyrir barn í Bolungarvík.

 

Unnið er eftir 21. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

 

Viðkomandi mun starfa sem hluti af teymi á vegum Bolungarvíkurkaupstaðar en heyra undir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa rúmlega 250 manns og veitir stofnunin almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; hjúkrunarsviði, heilsugæslusviði og sjúkrasviði, með sjúkrahús á Ísafirði og Patreksfirði. Í teyminu, sem byggir á samstarfi ríkis og sveitarfélaga, er lögð rík áhersla á góða samvinnu, góðan starfsanda og að virðing sé borin fyrir samstarfsfólki og skjólstæðingum.

 

Starfshlutfall er 80% morgun, kvöld og næturvaktir, auk bakvakta eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrun og umönnun skjólstæðings Veita stuðning, ráðgjöf og þjálfun fyrir annað starfsfólk sem kemur að umönnun skjólstæðings Fjölskylduhjúkrun Sinnir daglegri verkstjórn og bakvöktum ásamt öðrum verkefnisstjóra Samvinna og samráð við forstöðumann á heimilinu foreldra og aðra sem koma að þjónustu við barnið

 

Hæfnikröfur

Sjúkraliðamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Hæfni og áhugi á að vinna í teymi

Góð færni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

  • Vinnutímaskipulag: Vaktavinna
  • Starfshlutfall: 80%
  • Starfssvið: Önnur störf
  • Stéttarfélag: Sjúkraliðafélag Íslands
  • Umsóknarfrestur er til: 04.12.2020

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 450-4548

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hjúkrunarfrćđingur á Patreksfirđi

2.11 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða sjálfstæðan hjúkrunarfræðing í 70 til 100% starf á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með möguleika á framlengingu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Störf hjúkrunarfræðinga á Patreksfirði eru fjölbreytt og vinna þeir með breiðum skjólstæðingahópi. Hjúkrunarfræðingar vinna saman í öflugu teymi og sinna m.a. heilsugæslu, ungbarnavernd, skólahjúkrun, heimahjúkrun og legudeild. Unnið er á dagvöktum. Þess fyrir utan skipta hjúkrunarfræðingar með sér bakvöktum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa við og öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

 

Hæfnikröfur

Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi Góð hæfni í mannlegum samskiptum Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi Faglegur metnaður Ökuréttindi eru nauðsynleg.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

  • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 70-100%
  • Starfssvið: Heilbrigðisþjónusta
  • Stéttarfélag: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Umsóknarfrestur er til: 16.11.2020

Nánari upplýsingar veitir

Gerður Rán Freysdóttir - gerdur@hvest.is - 450 2000

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Deildarstjóri hjúkrunar

22.10 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða kraftmikinn leiðtoga á hjúkrunarheimilin Eyri á Ísafirði, Berg í Bolungarvík og Tjörn á Þingeyri. Hjúkrunardeildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildunum í nánu samstarfi við aðstoðardeildarstjóra hverrar deildar. Á deildunum þremur eru 46 íbúar og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Stjórn á skipulagi og framkvæmd hjúkrunar
Stjórn starfsmannahalds, mannaráðninga og daglegs rekstrar
Ábyrgð á gerð vaktaskráa og frágang á vinnuskýrslum til launadeildar
Samræming á mönnun, vinnulagi og þjónustu milli hjúkrunarheimila
Náið samstarf og útdeiling verkefna til aðstoðardeildarstjóra

 

Hæfnikröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Framhalds- eða sérmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Stjórnunarreynsla æskileg
Sjálfstæði í starfi
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.11.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 695-2222

 

Hjúkrunardeild Ísafjörður Eyri, Berg, Tjörn
Torfnesi
400 Ísafjörður


Sækja um starf

 

Rekstrarstjóri á Patreksfirđi - afleysing

19.10 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum starfskrafti í afleysingu fyrir rekstrarstjóra á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Ráðið verður til 6-7 mánaða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í byrjun nóvember 2020.


Starf rekstrarstjóra er mjög fjölbreytt og skemmtilegt þar sem leiðtoga- og samskiptahæfileikar fá að njóta sín og er þetta frábært tækifæri til að öðlast stjórnunar- og skipulagsreynslu.

Rekstrarstjóri heyrir undir hjúkrunarstjóra á Patreksfirði, hann situr í rekstrarstjórn og tekur þátt í formlegu starfi deildarstjóra á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Undir rekstardeild heyrir ræsting, þvottahús, eldhús, móttökuritarar og rekstur húsnæðis og ber rekstrarstjóri mönnunar- og rekstrarlega ábyrgð á þessum þáttum. Auk þess sér rekstrarstjóri um pantanir á hjúkrunarvörum fyrir stofnunina.

 

Hæfnikröfur

Reynsla sem nýtist í starfi
Nám og/eða reynsla af mannaforráðum eða stjórnun æskileg
Áhugi á umbótaverkefnum og teymisvinnu
Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
Áreiðanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Áhugi á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum hafa gert.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Gerður Rán Freysdóttir - gerdur@hvest.is - 450-2000

Starfsmađur á vinnustofu-

9.10 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða starfsmann á vinnustofu á Ísafirði. Hér gefst kjörið tækifæri til að vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild. Starfið er fjölbreytt og er í nýrri starfsaðstöðu.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinna með tómstundir,afþreyingu og hópastarf
Viðvera á vinnustofu

 

Hæfnikröfur

Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
Reynsla af því að vinna með fólki er æskileg

Félagsliðanám eða sambærilegt er kostur

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 19.10.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Sigurveig Gunnarsdóttir - veiga@hvest.is - 450 4558
Hanna Þóra Hauksdóttir - hanna@hvest.is - 450 4500

 


Sækja um starf

Málastjóri í geđheilsuteymi

16.09 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða málastjóra til starfa við geðheilsuteymi stofnunarinnar með starfsstöð á Ísafirði.


Málastjóri starfar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir í heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Starfið heyrir undir yfirlæknir heilsugæslu.
Í geðheilsuteymi er lögð áhersla á að veita persónubundinn stuðning og handleiðslu. Góður starfsandi er í teyminu og gott vinnuumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu.

Ef þú hefur áhuga á uppbyggingu á faglegri geðheilbrigðisþjónustu, þá er þetta spennandi tækifæri.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Veita ráðgjöf, stuðning og fræðslu til notenda og aðstandenda
Sinna málastjórn notenda geðheilsuteymis þe. hafa umsjón og yfirlit yfir meðferð og úrræði ákveðins notendahóps
Starfa í þverfaglegu teymi og stuðla að árangursríku teymisstarfi
Samþætta meðferð og leita leiða til að bæta líðan notenda
Skipulagning og þátttaka í fjölskyldufundum
Önnur verkefni tengd geðheilbrigðisþjónustu

 

Hæfnikröfur

Reynsla af ráðgjöf eða meðferðarvinnu í geðheilbrigðisþjónustu
Menntun innan félags- eða heilbrigðisvísinda
Góð færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Jákvætt viðhorf og drifkraftur
Hæfni og áhugi á að vinna í teymi
Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450-4500

 

Sækja um starf

Hjúkrunarfrćđingur á bráđa- og legudeild, Ísafirđi

16.09 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á Ísafirði. Ráðið verður í 70-100% starf, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings á blandaðri akút legudeild. Deildin sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir blóðskilun, krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir auk þess að aðstoða við slysamóttöku á slysadeild utan dagvinnutíma.

Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi. Þetta er einnig kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. Á deildinni starfar öflugur hópur um 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

 

Hæfnikröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis og flutning til Ísafjarðar.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 70 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020

Nánari upplýsingar veitir

Rannveig Björnsdóttir - rannveig@hvest.is - 450 4500

 

Sækja um starf

Lćknir á heilsugćslu á Ísafirđi

3.09 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

 

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi læknis á heilsugæslu á Ísafirði.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn störf læknis á heilsugæslu.
Vaktþjónusta og kennsla.
Þátttaka í umbótaverkefnum, teymisvinnu og þróun í samvinnu við yfirlækni.

Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og viðkomandi deildar.

 

Hæfnikröfur

Íslenskt lækningaleyfi
Góð almenn tölvukunnátta og íslenskukunnátta skilyrði
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptafærni
Frumkvæði og faglegur metnaður
Drifkrafur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.09.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450 4500

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilsugæsla Norðursv.
Torfnesi
400 Ísafjörður


Sækja um starf 

 

Sjúkraţjálfari

28.08 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa á Ísafirði. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.


Helstu verkefni og ábyrgð
Unnið er með breiðum skjólstæðingahópi og er meðferð veitt á göngudeild og legudeildum sjúkrahússins. Mörg tækifæri eru til aukinnar heilsueflingar svo sem með námskeiðum og fræðslu fyrir einstaklinga og hópa.

Skoðun, mat og meðferð
Skráning og skýrslugerð
Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
Þátttaka í þverfaglegum teymum
Þátttaka í fagþróun


Hæfnikröfur
Starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis
Sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
Faglegur metnaður


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.09.2020


Nánari upplýsingar veitir
Sigurveig Gunnarsdóttir - veiga@hvest.is - 450 4500
Hanna Þóra Hauksdóttir - hanna@hvest.is - 450 4500

 


Sækja um starf

Fyrri síđa
1
2Nćsta síđa
Síđa 1 af 2
Vefumsjón