A A A

Deildarstjóri fćđingadeildar á Ísafirđi

28.07 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða deildarstjóra á fæðingadeild til afleysinga í eitt ár frá september 2021 með möguleika á áframhaldandi starfi. Deildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildinni ásamt daglegum ljósmóðurstörfum og bakvöktum.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Störf ljósmóður felast meðal annars í fæðingarhjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura á sjúkrahúsi og í heimahúsum ásamt mæðravernd á heilsugæslustöð. 

 • Deildarstjóri ásamt starfandi ljósmóður við deildina skipta á milli sín daglegum verkum og bakvöktum utan dagvinnu.
 • Ber ábyrgð á skipulagi fæðingardeildarinnar í samvinnu við yfirmenn og samstarfsfólk.
 • Sér um starfsmannahald, mannaráðningar og daglegan rekstur.
 • Ber ábyrgð á gerð vaktaskráa og frágangi á vinnuskýrslum til launadeildar.

 

Hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi
 • Framhalds- eða sérmenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Starfsreynsla af fæðingadeild er skilyrði
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Almenn ökuréttindi

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.

 

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun íbúðarhúsnæðis. 

 

Utan vinnu eru lífsgæðin mikil. Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.

 

Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar. 

 

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á viðtölum við umsækjendur og innsendum gögnum. 

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. 

 

Starfshlutfall er 70-90%

Umsóknarfrestur er til og með 3.09.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 695 2222
Smelltu hér til að sækja um starfið

Hjúkrunarfrćđingur á Patreksfirđi

28.09 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

 

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 70 til 100% starf á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Störf hjúkrunarfræðinga á Patreksfirði eru fjölbreytt og vinna þeir með breiðum skjólstæðingahópi. Á stöðinni eru fjórir hjúkrunarfræðingar sem vinna saman í öflugu teymi á heilsugæslu og legudeild. Starfið er kjörið fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem viljast öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun og hentar jafnframt vel reynslumeiri hjúkrunarfræðingum sem vilja vinna sjálfstætt í fjölbreyttum verkefnum.

 

Hæfniskröfur

 

Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
Faglegur metnaður
Ökuréttindi eru nauðsynleg

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

 

Patreksfjörður er mjög fjölskylduvænn staður, þar eru leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og framhaldsskóli ásamt öflugu íþróttastarfi. Börn hafa mikið frelsi og tækifærin til útivistar eru allt í kring.

Margvísleg starfsemi er á svæðinu og næg atvinnutækifæri fyrir maka.

 

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 11.10.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Gerður Rán Freysdóttir - gerdur@hvest.is - 450 4500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Starfsmađur óskast til starfa á legudeild á Patreksfirđi

20.09 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar að ráða starfsmann í 70-100% starf.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Um er að ræða almenn störf á legudeild. Hér getur verið gott tækifæri fyrir sjúkraliða sem langar að breyta um umhverfi sem og þá sem ekki hafa lokið sjúkraliðanámi. Þetta er kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í hvetjandi starfsumhverfi. 

Á deildinni starfar öflugur hópur um 20 sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa rúmlega 250 manns og veitir stofnunin almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; hjúkrunarsviði, heilsugæslusviði og sjúkrasviði, með sjúkrahús á Ísafirði og Patreksfirði. Í teyminu, sem byggir á samstarfi ríkis og sveitarfélaga, er lögð rík áhersla á góða samvinnu, góðan starfsanda og að virðing sé borin fyrir samstarfsfólki og skjólstæðingum.

 

Hæfniskröfur

 

Íslenskt sjúkraliðaleyfi eða reynsla sem nýtist í starfi
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun, reynslu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.09.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Lilja Sigurðardóttir - liljasi@hvest.is - 865 0461
- -

Sækja um starf

Starfsmađur óskast í starf virkniţjálfa á Patreksfirđi

18.08 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða starfsmann í 50% starf virkniþjálfa á legudeild á Patreksfirði. Starfið er fjölbreytt og mótast að einhverju leyti af þeim sem ráðinn verður í starfið. Hér gefst kjörið tækifæri til að vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af öflugri liðsheild. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum, þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Vinna við að virkja og aðstoða skjólstæðinga við tómstundir, hreyfingu og afþreyingu. 

 

Hæfniskröfur

 

Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
Reynsla af því að vinna með fólki er æskileg
Félagsliðanám eða sambærilegt er kostur
Íslenskukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum. 

 

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

 

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 30.08.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Lilja Sigurðardóttir - liljasi@hvest.is - 865-0461

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Starfsmađur í eldhúsi - afleysing

18.08 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til afleysinga í eldhúsinu á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf í amk fimm mánuði með möguleika á framhaldi. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Unnið er á dagvöktum frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga auk helgarvakta.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Helstu verkefni í eldhúsi felast í matseld, framreiðslu og frágangi á mat til sjúklinga, heimilisfólks og starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða almennt starf en í því felst öll aðstoð við matráða stofnunarinnar.

 

Hæfniskröfur

 

Samviskusemi og sjálfstæði í starfi
Jákvæð framkoma og þjónustulund
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
Íslensku- og/eða enskukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 

 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Í eldhúsinu á Ísafirði starfar 7 manna samhentur og glaðlyndur hópur þar sem lögð er áhersla á samvinnu og lausn verkefna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.08.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Gestur Ívar Elíasson - eldhus@hvest.is - 450 4560
Sigurgeir Sigurgeirsson - eldhus@hvest.is - 450 4560

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Rćstitćknir

9.08 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling í ræstingu á Ísafirði. Um er að ræða 70-100% starf. Unnið er í dagvinnu á vöktum virka daga og um helgar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Helstu verkefni eru þrif á bráða- og legudeild, fæðingardeild og hjúkrunarheimilinu Eyri. 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Í ræstingardeildinni starfar 7 manna öflugur og jákvæður hópur. Störfin í deildinni eru fjölbreytt enda er vinnustaðurinn stór og líflegur.

 

Hæfniskröfur

 

 • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
 • Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð
 • Stundvísi
 • Metnaður og ábyrgð í starfi
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Íslenskukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 16.08.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

Anna Margrét Vilhjálmsdóttir - anna@hvest.is

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hjúkrunarfrćđingur á Patreksfirđi

5.08 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 70 til 100% starf á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Störf hjúkrunarfræðinga á Patreksfirði eru fjölbreytt og vinna þeir með breiðum skjólstæðingahópi. Á stöðinni eru fjórir hjúkrunarfræðingar sem vinna saman í öflugu teymi á heilsugæslu og legudeild. Starfið er kjörið fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem viljast öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun og hentar jafnframt vel reynslumeiri hjúkrunarfræðingum sem vilja vinna sjálfstætt í fjölbreyttum verkefnum.

 

Hæfniskröfur

 

 • Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
 • Faglegur metnaður
 • Ökuréttindi eru nauðsynleg

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

 

Æskilegt er að störf hefjist 1. september 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.08.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Gerður Rán Freysdóttir - gerdur@hvest.is - 450 4500
- -

Sækja um starf

Hjúkrunarfrćđingur á heilsugćslu

5.08 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslu stofnunarinnar á Ísafirði. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Starfið felur í sér verkefni við heilsuvernd og heilsugæslu á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og í heilsugæsluselum á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Hæfniskröfur

 

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er kostur og /eða reynsla af vinnu á heilsugæslu
 • Sjálfstæði og metnaður í starfi
 • Íslenskukunnátta áskilin
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Ökuréttindi eru nauðsynleg

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

 

Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst. 

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. 

 

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis. 

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.08.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Anette Hansen - anette@hvest.is - 4504514
Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 6952222

 

Sækja um starf

Ađstođarmađur sjúkraţjálfara á Ísafirđi

5.08 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða aðstoðarmann sjúkraþjálfara á endurhæfingardeild á Ísafirði.

 

Hér gefst kjörið tækifæri til að vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild. Starfið er fjölbreytt og er í nýrri starfsaðstöðu. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019. 

 

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

 • Að sjá um hreyfingu og þjálfun íbúa hjúkrunarheimila undir leiðsögn sjúkraþjálfara 
 • Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara sér um að flytja skjólstæðinga í og úr þjálfun 
 • Veita einstaklingum og hópum aðstoð í tækjasal ásamt því að gefa heita bakstra
 • Sinna móttöku; aðstoða við bókanir og taka við greiðslum

 

Hæfniskröfur

 

 • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
 • Reynsla af því að vinna með fólki er æskileg
 • Félagsliðanám eða sambærilegt er kostur

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu.

Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. 

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. 

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.08.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir - sigridur.gunnlaugsdottir@hvest.is - 450 4500
- -

Sækja um starf

Sjúkraţjálfari á Ísafirđi

5.08 2021 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa á Ísafirði. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild. 

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019. 

 

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Unnið er með breiðum skjólstæðingahópi og er meðferð veitt á göngudeild og legudeildum sjúkrahússins. 

Mörg tækifæri eru til aukinnar heilsueflingar svo sem með námskeiðum og fræðslu fyrir einstaklinga og hópa. 

Helstu verkefni eru:

 

 • Skoðun, mat og meðferð
 • Skráning og skýrslugerð
 • Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
 • Þátttaka í þverfaglegum teymum
 • Þátttaka í fagþróun

Hæfniskröfur

 • Starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis
 • Sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
 • Faglegur metnaður

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.

 

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. 

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu. 

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.08.2021

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir - sigridur.gunnlaugsdottir@hvest.is - 450 4500
Hanna Þóra Hauksdóttir - hanna@hvest.is - 450 4500

Sækja um starf

Fyrri síđa
1
2345Nćsta síđa
Síđa 1 af 5
Vefumsjón