A A A

Málastjóri í geđheilsuteymi

16.09 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða málastjóra til starfa við geðheilsuteymi stofnunarinnar með starfsstöð á Ísafirði.


Málastjóri starfar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir í heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Starfið heyrir undir yfirlæknir heilsugæslu.
Í geðheilsuteymi er lögð áhersla á að veita persónubundinn stuðning og handleiðslu. Góður starfsandi er í teyminu og gott vinnuumhverfi. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu.

Ef þú hefur áhuga á uppbyggingu á faglegri geðheilbrigðisþjónustu, þá er þetta spennandi tækifæri.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Veita ráðgjöf, stuðning og fræðslu til notenda og aðstandenda
Sinna málastjórn notenda geðheilsuteymis þe. hafa umsjón og yfirlit yfir meðferð og úrræði ákveðins notendahóps
Starfa í þverfaglegu teymi og stuðla að árangursríku teymisstarfi
Samþætta meðferð og leita leiða til að bæta líðan notenda
Skipulagning og þátttaka í fjölskyldufundum
Önnur verkefni tengd geðheilbrigðisþjónustu

 

Hæfnikröfur

Reynsla af ráðgjöf eða meðferðarvinnu í geðheilbrigðisþjónustu
Menntun innan félags- eða heilbrigðisvísinda
Góð færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Jákvætt viðhorf og drifkraftur
Hæfni og áhugi á að vinna í teymi
Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450-4500

 

Sækja um starf

Hjúkrunarfrćđingur á bráđa- og legudeild, Ísafirđi

16.09 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á Ísafirði. Ráðið verður í 70-100% starf, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings á blandaðri akút legudeild. Deildin sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir blóðskilun, krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir auk þess að aðstoða við slysamóttöku á slysadeild utan dagvinnutíma.

Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi. Þetta er einnig kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. Á deildinni starfar öflugur hópur um 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

 

Hæfnikröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis og flutning til Ísafjarðar.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 70 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020

Nánari upplýsingar veitir

Rannveig Björnsdóttir - rannveig@hvest.is - 450 4500

 

Sækja um starf

Lćknir á heilsugćslu á Ísafirđi

3.09 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

 

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi læknis á heilsugæslu á Ísafirði.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði.
Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn störf læknis á heilsugæslu.
Vaktþjónusta og kennsla.
Þátttaka í umbótaverkefnum, teymisvinnu og þróun í samvinnu við yfirlækni.

Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og viðkomandi deildar.

 

Hæfnikröfur

Íslenskt lækningaleyfi
Góð almenn tölvukunnátta og íslenskukunnátta skilyrði
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptafærni
Frumkvæði og faglegur metnaður
Drifkrafur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.09.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir - susannaba@hvest.is - 450 4500

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilsugæsla Norðursv.
Torfnesi
400 Ísafjörður


Sækja um starf 

 

Sjúkraţjálfari

28.08 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Við óskum eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa á Ísafirði. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.


Helstu verkefni og ábyrgð
Unnið er með breiðum skjólstæðingahópi og er meðferð veitt á göngudeild og legudeildum sjúkrahússins. Mörg tækifæri eru til aukinnar heilsueflingar svo sem með námskeiðum og fræðslu fyrir einstaklinga og hópa.

Skoðun, mat og meðferð
Skráning og skýrslugerð
Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
Þátttaka í þverfaglegum teymum
Þátttaka í fagþróun


Hæfnikröfur
Starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis
Sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
Faglegur metnaður


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.09.2020


Nánari upplýsingar veitir
Sigurveig Gunnarsdóttir - veiga@hvest.is - 450 4500
Hanna Þóra Hauksdóttir - hanna@hvest.is - 450 4500

 


Sækja um starf

Starfsmađur í eldhúsi - afleysing

7.08 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til afleysinga í eldhúsinu á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Vinnutími er frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga auk helgarvakta. 


Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni í eldhúsi felast í matseld, framreiðslu og frágangi á mat til sjúklinga, heimilisfólks og starfsfólks stofnunarinnar. 
Um er að ræða almennt starf en í því felst öll aðstoð við matráða stofnunarinnar.


Hæfnikröfur
Samviskusemi og sjálfstæði í starfi
Jákvæð framkoma og þjónustulund
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
Íslensku- og/eða enskukunnátta


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 
Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Í eldhúsinu á Ísafirði starfar 7 manna samhentur og glaðlyndur hópur þar sem lögð er áhersla á samvinnu og lausn verkefna.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.08.2020


Nánari upplýsingar veitir
Gestur Ívar Elíasson - eldhus@hvest.is - 450 4560
Sigurgeir Sigurgeirsson - eldhus@hvest.is - 450 4560


Smellið hér til að sækja um starf

Ađstođarmađur í eldhúsi

7.08 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða aðstoðarmann í eldhúsi í framtíðarstarf á hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Vinnutíminn er frá 9:00 -13:00 virka daga. Á Bergi eru 10 heimilismenn og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn störf í eldhúsi

 

Hæfnikröfur

Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
Góð íslenskukunnátta.
Sjálfstæð vinnubrögð.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 24.08.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Fjóla Sigríður Bjarnadóttir - fjola@hvest.is - 450 2000
Auður Helga Ólafsdóttir - audur@hvest.is - 692-3580

 

 

 

Sækja um starf

Matráđur

6.08 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða matráð í framtíðarstarf á hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Um vaktavinnu er að ræða þar sem unnið er á vöktum frá 8-16. Á Bergi eru 10 heimilismenn og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Matargerð í mötuneyti og gerð matseðla eftir manneldismarkmiðum.
Innkaup og umsjón með matarbirgðum.
Verkstjórn aðstoðarstarfsfólks.
Umsjón með þrifum, tækjum og búnaði í eldhúsi.
Aðstoð við eftirlit á skjólstæðingum eftir þörfum.

 

Hæfnikröfur

Reynsla sem matráður eða úr sambærilegu starfi.
Góð íslenskukunnátta.
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 70%
Umsóknarfrestur er til og með 24.08.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, deildastjóri - fjola@hvest.is 
Auður Ólafsdóttir, aðstoðardeildarstjóri - audur@hvest.is, 692-3580

 


Sækja um starf

 

 

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/laust-starf/2020/08/06/Matradur/

 

Móttökuritari

31.07 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til starfa í móttökunni á Ísafirði. Um er að ræða 60-80% starf eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni móttökuritara eru símsvörun og móttaka gesta, skráning í sjúkraskráningarkerfið Saga, móttaka greiðslu, uppgjör í lok dags, almenn skrifstofustörf og þátttaka í öðrum verkefnum deildarinnar. Megin starfsstöð er á Ísafirði en móttökuritarar veita þjónustu fyrir alla stofnunina í gegnum síma, fjartækni, tölvupóst, vef- og samfélagsmiðla. Þjónusta er einnig á heilsugæsluseljum á norðursvæði (útstöðvar).

 

Hæfnikröfur

Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð
Góð tölvukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

Starfshlutfall er 60 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Hanna Þóra Hauksdóttir - hanna@hvest.is - 450 4500

 

 

Sækja um starf

 

 

 

 

Hjúkrunarfrćđingur á heilsugćslu - Afleysing til 1. júlí 2021

1.07 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til afleysinga á heilsugæslu stofnunarinnar á Ísafirði. 


Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér verkefni við heilsuvernd og heilsugæslu á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og í heilsugæsluselum á norðanverðum Vestfjörðum.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er kostur og /eða reynsla af vinnu á heilsugæslu
Sjálfstæði og metnaður í starfi
Íslenskukunnátta áskilin
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Ökuréttindi eru nauðsynleg


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 20.júlí 2020 og æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.


Starfshlutfall er 70 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Anette Hansen - anette@hvest.is - 4504514
Hildur Elísabet Pétursdóttir - hildurep@hvest.is - 6952222Smellið hér til að sækja um starf

Rćstitćknir

1.07 2020 | Hanna Ţóra Hauksdóttir

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling í ræstingu á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf frá 1. ágúst. Unnið er í dagvinnu á vöktum virka daga og um helgar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Í ræstingardeildinni starfar 7 manna öflugur og jákvæður hópur. Störfin í deildinni eru fjölbreytt enda er vinnustaðurinn stór og líflegur.

 

Hæfnikröfur

Samviskusemi og sjálfstæði í starfi
Jákvæð framkoma og þjónustulund
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
Íslensku- og/eða enskukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Hér er hægt að sækja um starfið

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Hanna Þóra Hauksdóttir - hanna@hvest.is - 4504545

 
Fyrri síđa
1
2Nćsta síđa
Síđa 1 af 2
Vefumsjón