A A A

Ráđsmađur - sumarafleysing

3.04 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til sumarafleysingar í stöðu ráðsmanns á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og unnið til 15. ágúst eða samkvæmt samkomulagi.

 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum: heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði og er vinnustaðurinn stór og líflegur.

Ráðsmaður sinnir eftirliti og viðhaldi á eignum og tækjum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði og annars staðar hjá stofnuninni eftir þörfum. Jafnframt sinnir ráðsmaður öðrum verkum sem til falla í daglegum rekstri stofnunarinnar. Helstu verkefni eru: Eftirlit, smærri viðgerðir, birgðahald, vöruflutningar, almennur akstur og önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur

Iðnmenntun er æskileg. Viðkomandi þarf að vera laghentur, samviskusamur, geta unnið sjálfstætt, haft frumkvæði í störfum og haft góða samskiptahæfni. Almenn ökuréttindi eru skilyrði.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða; undir valmyndinni laus störf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrannar Örn Hrannarsson, fjármálastjóri í síma 660-3372 og á netfanginu hrannar@hvest.is

 

Smellið hér til að sækja um starf

 

Hjúkrunarfrćđingar á bráđa- og legudeild, Ísafirđi

12.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í 70-100% starf frá 1. maí 2020, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings á blandaðri akút legudeild. Deildin sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir blóðskilun, krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir auk þess að aðstoða við slysamóttöku á slysadeild utan dagvinnutíma.

 

Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi. Þetta er einnig kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. Á deildinni starfar öflugur hópur um 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

 

Hæfnikröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru skv. gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og stofnanasamningi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2020.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. 

 

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis og flutning til Ísafjarðar.

 

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Pálsdóttir deildarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu thorunn@hvest.is.  

 

Smellið hér til að sækja um starf

 

 

Starfsmađur í eldhúsi - sumarafleysing

12.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til sumarafleysinga í eldhúsinu á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf frá 1. júní til 31. ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi. Vinnutími er frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga auk helgarvakta.  

 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Í eldhúsinu á Ísafirði starfar 7 manna samhentur og glaðlyndur hópur þar sem lögð er áhersla á samvinnu og lausn verkefna.

 

Helstu verkefni í eldhúsi felast í matseld, framreiðslu og frágangi á mat til sjúklinga, heimilisfólks og starfsfólks stofnunarinnar.

 

Hæfniskröfur

 • Samviskusemi og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæð framkoma og þjónustulund
 • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
 • Íslensku- og/eða enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2020.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita

Gestur Ívar Elíasson og Sigurgeir Sigurgeirsson í síma 450 4560 og á netfanginu eldhus@hvest.is

 

Smellið hér til að sækja um starf

 

Yfirlćknir heilsugćslu

12.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Við leitum að drífandi einstaklingi til að sinna starfi yfirlæknis heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Yfirlæknir stýrir daglegum rekstri heilsugæslunnar á Ísafirði, þar sem aðalstarfsstöð er, og ber faglega ábyrgð á heilsugæsluþjónustu allrar stofnunarinnar. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga.

 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með daglegri starfsemi heilsugæslu á Ísafirði
 • Fagleg ábyrgð á heilsugæsluþjónustu allrar stofnunarinnar
 • Mannaforráð með læknum á heilsugæslu á Ísafirði, þ.m.t. verktökum
 • Umsjón með námi læknanema, kandídata og sérnámslækna
 • Almenn störf heimilislæknis ásamt vinnu á öðrum deildum stofnunar eftir samkomulagi
 • Ábyrgð á utanspítalaþjónustu og hlutverk umdæmislæknis sóttvarna eftir samkomulagi
 • Áætlanagerð, umbætur og þróun starfsemi

Hæfniskröfur

 • Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi í heimilislækningum
 • Framúrskarandi samskiptafærni og góð leiðtogafærni
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Drifkrafur og árangursmiðað viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2020.

 

Tekið er á móti umsóknum rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga á netfanginu andri@hvest.is og í síma 450 4500.

 

Smellið hér til að sækja um starf.

Sérnám í heilsugćsluhjúkrun

12.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Lausar eru til umsóknar 12 sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun. Stöðurnar eru sex við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), tvær við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), ein við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og ein við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST). Hver sérnámsstaða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2020 til eins árs. 


Sótt er um stöðurnar hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð hjá HH, HSN, HSU, HSA, HSS eða HVEST undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með viðbótardiplóma gráðu.

Markmið sérnáms

 • Efla hæfni hjúkrunarfræðinga, meðal annars í þverfaglegu samstarfi á heilsugæslustöð.
 • Móta viðhorf og sýn til þjónustu heilsugæslunnar í komandi framtíð.
 • Veita nemendum tækifæri til að rýna í og innleiða gagnreynda starfshætti í daglegu starfi undir handleiðslu lærimeistara á heilsugæslustöð.

Hæfnikröfur

 • Almennt hjúkrunarleyfi, BS gráða (lágmarkseinkunn 7,00)
 • Viðkomandi sé starfandi á heilsugæslustöð og hafi a.m.k. eins árs starfsreynslu í heilsugæslu
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

 

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um hjúkrunarmenntun ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Starfshlutfall er 80%

 

Umsóknarfrestur er til og með 26.03.2020

 

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á netfanginu hildurep@hvest.is og í síma 450-4500

 

Smellið hér til að sækja um starf

Deildarstjóri heimahjúkrunar

5.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða kraftmikinn leiðtoga á heimahjúkrunardeild stofnunarinnar á Ísafirði. Deildin sinnir um 100 skjólstæðingum á norðanverðum Vestfjörðum, íbúum Ísafjarðarbæjar, Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkur.

 

Hjúkrunardeildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildinni og starfar í nánu samstarfi við hjúkrunarfræðing og aðra starfsmenn deildarinnar.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.

 

Hæfnikröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Framhalds- eða sérmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Farsæl stjórnunarreynsla
 • Sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stofnanasamningi hjúkrunarfræðinga.

 

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2020 og æskilegt er að nýr deildarstjóri geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfshlutfall er 90- 100%.

 

Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 695-2222 og á netfanginu hildurep@hvest.is

  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

 

Smellið hér til að sækja um starf.

 

 

 

Móttökuritari - sumarafleysing

2.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til sumarafleysinga í móttökunni á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að störf hefjist um miðjan maí 2020. Möguleiki getur verið á áframhaldandi ráðningu eftir sumarið.

 

Helstu verkefni móttökuritara eru símsvörun og móttaka gesta, skráning í sjúkraskráningarkerfið Saga, móttaka greiðslu, uppgjör í lok dags, almenn skrifstofustörf og þátttaka í öðrum verkefnum deildarinnar.  Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.

 

Hæfniskröfur

 • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
 • Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2020.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir

Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu milla@hvest.is.

 

Hér er hægt að sækja um starfið.

 

Rćstitćknir - sumarafleysing

2.03 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til sumarafleysinga í ræstingu á Ísafirði. Um er að ræða fullt starf frá 1. júní til 31. ágúst 2020, eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er í dagvinnu á vöktum virka daga og um helgar.

 

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Í ræstingardeildinni starfar 7 manna öflugur og jákvæður hópur. Störfin í deildinni eru fjölbreytt enda er vinnustaðurinn stór og líflegur.

 

Hæfniskröfur

 • Samviskusemi og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæð framkoma og þjónustulund
 • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
 • Íslensku- og/eða enskukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2020.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir

Kristín Hulda Guuðjónsdóttir ræstingarstjóri í síma 860 7445 og á netfanginu kristinghulda@hvest.is

Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu milla@hvest.is

 

Hér er hægt að sækja um starfið

Starfsmađur viđ heimahjúkrun - sumarafleysing

28.02 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða ófaglærða starfsmenn í sumarafleysingu á heimahjúkrunardeild á Ísafirði.

 

Megin hlutverk starfsfólks er að heimsækja, aðstoða og  annast um skjólstæðinga á heimilum þeirra. Vinnutími er á morgunvöktum á virkum dögum og á 4 klst kvöldvöktum. Unnið er aðra til þriðju hverja helgi.

 

Hæfnikröfur

 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Starfsreynsla æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.

 

Nánari upplýsingar veitir Heiða Björk Ólafsdóttir deildarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu heidabjork@hvest.is

  

Umsóknarfrestur er til 1.apríl 2020.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

 

Hér er hægt að sækja um starfið

Sjúkraliđi viđ heimahjúkrun - sumarafleysing

28.02 2020 | Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða í sumarafleysingu á heimahjúkrunardeild á Ísafirði.

 

Sjúkraliðar heimsækja, aðstoða og  annast um skjólstæðinga á heimilum þeirra. Vinnutími er á morgunvöktum á virkum dögum og á 4 klst kvöldvöktum. Unnið er aðra til þriðju hverja helgi.

 

Hæfnikröfur

 • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Starfsreynsla æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

 

Nánari upplýsingar veitir Heiða Björk Ólafsdóttir deildarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu heidabjork@hvest.is. 

  

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2020. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

 

Hér er hægt að sækja um starfið

Fyrri síđa
1
2Nćsta síđa
Síđa 1 af 2
Vefumsjón