A A A

Hjúkrunarfrćđingar á bráđa- og legudeild, Ísafirđi

11.07 2019

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í 70-100% starf frá 1. september 2019, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings á blandaðri akút legudeild. Störfin á deildinni eru fjölbreytt og sinnir deildin auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir auk þess að aðstoða við slysamóttöku á slysadeild utan dagvinnutíma.

 

Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn hjúkrunarfræðing. Þetta er einnig kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun og er boðið upp á einstaklingsbundna aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Á deildinni starfar öflugur hópur um 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

 

Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis og flutning til Ísafjarðar. Áhugasamir hafið samband við Rannveigu deildarstjóra eða Hörð framkvæmdastjóra hjúkrunar.

 

Hæfnikröfur

 • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
 • Hæfni og geta til að starfa í teymi
 • Sjálfstæði í starfi
 • Áhugi á að starfa í fjölbreyttu umhverfi
 • Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og afrit af opinberu starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin og getur umsókn gilt í allt að 6 mánuði.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2019.

 

Nánari upplýsingar veita

 • Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu rannveig@hvest.is  
 • Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 450 4500 og á netfanginu hordur@hvest.is

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; hjúkrunarsviði, heilsugæslusviði og sjúkrasviði, með sjúkrahús á Ísafirði og Patreksfirði. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er líflegur 260 manna vinnustaður þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, umbætur í rekstri og ánægju starfsmanna. Stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun Sameykis á stofnun ársins 2019 þar sem starfsandi, ímynd, ánægja, stolt og stjórnun stórefldist á milli ára.

 

Það er kraftur í samfélögunum fyrir vestan. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring, sérstaklega á sviði tónlistar. Fjölbreytt atvinnutækifæri eru á svæðinu, og börnin njóta sín í skólunum.

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hjúkrunarfrćđingar á bráđa- og legudeild

12.06 2019

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í 70-100% starf frá 1. ágúst 2019, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings á blandaðri akút legudeild. Deildin sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir auk þess að aðstoða við slysamóttöku á slysadeild utan dagvinnutíma.

 

Hæfnikröfur

 • Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í starfi

 

Frekari upplýsingar um starfið

Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí 2019.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. 

 

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða www.hvest.is  

 

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis og flutning til Ísafjarðar.

 

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Pálsdóttir, aðstoðardeildarstjóri í síma 450 4500 og á netfanginu thorunn@hvest.is  

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

 

Smelltu hér til að sækja um starfið.

Sálfrćđingur - Ísafirđi

12.06 2019

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar stöðu sálfræðings. Um er að ræða stöðu í 75-100% starfshlutfalli.  Aðalstarfsstöðin er á Heilsugæslunni Ísafirði, en gert er ráð fyrir að sálfræðingur veiti einnig þjónustu 2-3 daga í mánuði á Heilsugæslunni á Patreksfirði. Samhliða er boðið er upp á aðstöðu fyrir sálfræðing til þess að sinna sjálfstæðri klínískri móttöku. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Sálfræðingur  starfar í náinni samvinnu við lækna og hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar, sem og við skóla og félagsþjónustu á svæðinu.  Mikið samstarf er einnig við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
 • Í starfinu felst móttaka skjólstæðinga á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og Patreksfirði.
 • Unnið er að innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu og verður sálfræðingur þátttakandi í því verkefni.
 • Þátttaka í uppbyggingu geðheilsuteymis
 • Í boði verður mánaðarleg handleiðsla.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Klínískt nám í sálfræði og starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 • Þekking og reynsla á gagnreyndum aðferðum
 • Reynsla af greiningu og meðferð barna og fullorðinna með geðrænan vanda
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Jákvæðni og frumkvæði í starfi
 • Áhugi, geta og faglegur metnaður til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi
 • Góð almenn tölvukunnáttu
 • Íslenskukunnátta er skilyrði
 • Áhugi á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármálaráðherra og Sálfræðingafélagi Íslands og stofnanasamningi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí 2019.  

 

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða www.hvest.is Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Súsanna Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu, á netfanginu susannaba@hvest.is  eða í síma 450 4500. 

 

Hér er hægt að sækja um starfið.

 

Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

SJÚKRALIĐI - SUMARAFLEYSING Á LEGUDEILD

8.03 2019

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða  sjúkraliða til sumarafleysinga á hand- og lyflækningadeild í vaktavinnu. 
Um er að ræða 80-100% stöðu frá1. júní 2019, eða eftir nánara samkomulagi.

 
Menntunarkröfur eru sjúkraliðaleyfi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SLFÍ og stofnanasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500 og á rannveig@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019.
 
Vinsamlegast sendið umsóknir á
rannveig@hvest.is eða til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. Rannveigar Björnsdóttur, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

HJÚKRUNARFRĆĐINGAR Á LEGUDEILD

28.02 2019

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í fastar stöður á legudeild frá 1. júní 2019, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða almenn störf hjúkrunarfræðings í vaktavinnu á akút hand- og lyflækningadeild. Deildin sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir og aðstoðar við slysamóttöku á Slysadeild utan dagvinnu.

 

Menntunarkröfur eru íslenskt hjúkrunarleyfi.

Umsækjandi þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og sýni sjálfstæði í starfi.

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2019.

 

Laun eru skv. gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og stofnanasamningi HVEST og FÍH.

 

Upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500 og netf. rannveig@hvest.is.

 

Vinsamlegast sendið umsóknir rafrænt á rannveig@hvest.is eða á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, b.t. deildarstjóra Bráðadeildar, Torfnesi, 400 Ísafirði.

 

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.

AĐSTOĐARDEILDARSTJÓRI Á LEGUDEILD

28.02 2019

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing í stöðu aðstoðardeildarstjóra á legudeild frá 1. apríl 2019, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða aðstoðardeildarstjórn og almenn störf hjúkrunarfræðings á þrískiptum vöktum á blandaðri akút legudeild. Deildin sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir og aðstoðar við slysamóttöku á Slysadeild utan dagvinnu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Er nánasti samstarfsmaður deildarstjóra og skipuleggur starfsemi deildarinnar á sviði hjúkrunar og starfsmannastjórnar með honum.

 • Leysir deildarstjóra af eftir þörfum.

 • Er leiðandi í klínísku starfi og í umbótaverkefnum á deildinni á sviði hjúkrunar.

 • Ber ábyrgð á tilteknum verkefnum á deildinni, sem honum eru falin.

   

  Menntunarkröfur eru íslenskt hjúkrunarleyfi.

  Stjórnunarþekking og –reynsla er æskileg.

  Umsækjandi hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum og sýni sjálfstæði í starfi.

   

  Umsóknarfrestur er til 20. mars 2019.

   

Laun eru skv. gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og stofnanasamningi HVEST og FÍH.

 

Upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500 og netf. rannveig@hvest.is og Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar í s: 450 4500 og hordur@hvest.is.

 

Vinsamlegast sendið umsóknir rafrænt á hordur@hvest.is eða á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, b.t. framkvæmdastjóra hjúkrunar, Torfnesi, 400 Ísafirði.

 

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.

Vefumsjón