A A A

Viđbragđ vegna nýrra COVID-19 smita

30.07 2020 | Gylfi Ólafsson

 

Vegna fjölgunar COVID-19 tilfella á Íslandi og í samræmi við hertar sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hefur Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ákveðið að grípa til hertra aðgerða.

 

1.       Almennt

Við munum gera talsverðar breytingar á verklagi okkar til að minnka líkur á smitum, en teljum þó að hægt verði að veita heilbrigðisþjónustu með sem minnstu raski. Það krefst þess að allir sem koma á stofnunina, sem sjúklingar, gestir eða starfsmenn, fari að öllu með gát.

 

Ekki koma á stofnunina ef þú ert

 • í einangrun eða sóttkví
 • að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
 • með flensulíkeinkenni (sjá neðar), eða
 • varst erlendis fyrir minna en 14 dögum (sjá þó fyrir neðan um landamæraskimun)

 

2.       Heimsóknir til sjúklinga á bráðadeildum og íbúa á hjúkrunarheimilum

Ekki verða sett fortakslaus bönn á heimsóknir á bráðadeildir og hjúkrunarheimili. Þó munu eftirfarandi takmarkanir gilda:

 • Aðeins einn aðstandandi má heimsækja hvern íbúa/sjúkling hverju sinni.
 • Viðkomandi þarf að þvo og spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
 • Hjúkrunarheimilin:
  • Þar sem eru svalahurðir: Fara skal inn um svalahurð á herbergi.
  • Ef ekki er svalahurð á að fara beint inn á herbergi til íbúans, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann; ekki gera það sjálf.
  • Bráðadeild á Ísafirði og Patreksfirði: Hafa skal samband við deildina símleiðis áður en að heimsókn kemur til að fá leyfi fyrir heimsókninni og nauðsynlegar upplýsingar um stofunúmer.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa/sjúklingur eins og hægt er sem og aðra snertifleti.
  • Að heimsókn lokinni farið þá beint út, ekki stoppa og spjalla á leiðinni.
  • Sprittið hendur við brottför.

 

3.       Ferðareglur sjúklinga og íbúa á hjúkrunarheimilum

 • Bráðadeild: Ekki er æskilegt að sjúklingar yfirgefi stofnunina meðan á innlögn stendur.
 • Hjúkrunarheimilin:Íbúar á hjúkrunarheimilum mega fara út, en ekki er æskilegt að þeir sæki mannfögnuði utan heimilisins eða séu meðal margs fólks.

 

4.       Landamæraskimun

Seinni próf landamæraskimunar fer fram á Ísafirði. Einnig er hægt að fá slíkt framkvæmt á Patreksfirði en vegna lengri flutningstíma sýna þaðan (með viðkomu á Ísafirði) getur það kostað aukadag í heimkomusmitgát. Heilsugæslurnar veita nánari upplýsingar.

 

5.       Almenn skimun

Ekki vera feimin við að koma í skimun ef þú finnur fyrir minnstu einkennum. Það er ókeypis. Við höldum áfram að taka sýni á Ísafirði og Patreksfirði. Ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi einkennum að koma í sýntöku sem fyrst: kvef, hálsbólga, hósti, hiti, beinverkir, minnkað bragð/lyktarskyn að koma í sýnatöku. Tilkynna þarf komu með símtali í afgreiðslu og þá fást nánari upplýsingar um tíma, stað og fyrirkomulag.

 

6.       Aðrar breytingar

Bóka þarf tíma í blóðprufur á rannsóknadeild á Ísafirði. Hringið í 860-0655 á dagvinnutíma til að panta tíma.

Þessar reglur munu taka gildi strax, 30. júlí 2020.

 

 

Símanúmer og nánari upplýsingar

Netspjallið hér til hægri er opið á dagvinnutíma. 

Almennt númer: 450 4500

 

Berg í Bolungarvík: 450-4595

Eyri á Ísafirði: 450-4568 (Tangi: 450-4531, Dokka; 450-4532, Krókur; 450-4533)

Tjörn á Þingeyri: 456-8141

Bráðadeild Ísafirði: 450-4565

Sjúkra- og hjúkrunardeild Patreksfirði: 450-2023

 

https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit

Vefumsjón