Gylfi Ólafsson nýr forstjóri HVEST
Gylfi Ólafsson hefur verið skipaður forstjóri HVEST. Hann tekur við starfinu af Kristínu B. Albertsdóttur.
Gylfi er heilsuhagfræðingur. Hann lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur lagt stund á doktorsnám í heilsuhagfræði við Karolinska í Stokkhólmi frá árinu 2013.
Samhliða doktorsnámi hefur Gylfi starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í heilsuhagfræði, sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, auk þess sem hann stofnaði og rak nýsköpunarfyrirtækið Víur í Bolungarvík árin 2013 – 2016. Gylfi var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017.
Gylfi ólst upp á Ísafirði frá barnæsku. Hann er kvæntur Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau 2 börn. Starfsfólk HVEST býður Gylfa og fjölskyldu velkomin í heimahagana aftur. Við óskum Gylfa til hamingju með starfið og væntum mikils af samstarfinu við hann í framtíðinni.