Endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar fékk á dögunum nokkurs konar torfæruhjólastól sem Íþróttasamband fatlaðra úthlutaði.

 Um er að ræða stól með breiðari og stærri dekkjum en á venjulegum hjólastól og því tilvalinn til ferðalaga utan malbiks og jafnvel alfaraleiða. Hægt er að fá stólinn lánaðan til lengri eða skemmri tíma á endurhæfingardeild stofnunarinnar, sími þar er 450 4558.
Á myndinni má sjá Elmu Guðmundsdóttur reynsluaka stólnum í Kaldalóni á dögunum.


Höf.:SÞG