Samtals bárust 6 umsóknir um stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlæknis heilsugæslunnar hjá nýrri Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST). Stofnunin tók til starfa 1. október síðastliðinn við sameiningu Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði (HSP) og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST).

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar:

  • Anna Árdís Helgadóttir (hjúkrunarfræðingur HVEST – Patreksfirði)
  • Hörður Högnason (framkvæmdastjóri hjúkrunar HVEST)
  • Þórunn Pálsdóttir (hjúkrunarfræðingur HVEST – Ísafirði)

Umsækjandi um starf framkvæmdastjóra lækninga:

  • Hallgrímur Kjartansson (framkvæmdastjóri lækninga – HVEST – Patreksfirði)
  • Þorsteinn Jóhannesson (framkvæmdastjóri lækninga HVEST – Ísafirði)

Umsækjandi um starf yfirlæknis heilsugæslu:

  • Hallgrímur Kjartansson (framkvæmdastjóri lækninga – HVEST – Patreksfirði)

Höf.:ÞÓ