Stofnunin hefur ákveðið að falla frá áformum um innheimtu gjalds fyrir þvott á einkafatnaði vistmanna öldrunarlækningardeilar um ótilgreindan tíma.

 

Í gegn um árin hefur megnið af þvotti vistmanna öldrunarlækningadeildar verið þveginn í þvottahúsi stofnunarinnar með öðrum þvotti þar sem þvottahúsið var í rekstri.

 

Í sumar var þvottahúsi stofnunarinnar lokað eftir að úttekt á rekstri þess leiddi í ljós að hagkvæmni væri fólginn í því.  Í innkaupastefnu ríkisins segir m.a. ,,Eðlileg krafa til ríkisstofnana er að skoðað sé með reglulegum og skipulegum hætti hvort verkefni séu leyst með hagkvæmari hætti innan stofnunar en með því að kaupa þjónustuna á almennum markaði.? 

 

Varðandi einkaþvott vistmanna þá segir í reglugerð nr. 422/1992 að öldrunarstofnunum sé ekki skylt að kosta persónulega muni eða aukaþjónustu sem talin er upp. Í ljósi þessa þá telur stofnunin að sér sé ekki skylt að standa straum af kostnaði við áðurnefndan þvott.

 

Hins vegar þá hefur verið ákveðið að stofnunin muni áfram kosta þvott á persónulegum flíkum vistmanna öldrunarlækningardeildar FSÍ um ótilgreindan tíma þrátt fyrir að henni sé það ekki skylt.    

Höf.:ÞÓ