Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði er fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 60 manns starfa á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og stoðsviði. Á stofnuninni er góður starfsandi og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 70-100% starf frá 1. janúar 2020, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf og spennandi vettvang fyrir hjúkrunarfræðing á Patreksfirði. Verkefni eru fjölbreytt og um er að ræða breiðan skjólstæðingahóp.

Starfið hentar reynslumiklum hjúkrunarfræðingum og er einnig kjörið fyrir nýútskrifaða sem viljast öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun.

Hæfnikröfur

  • Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
  • Faglegur metnaður

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2019.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. 

Nánari upplýsingar veitir Svava Magnea Matthíasdóttir í síma 450 2000 og á netfanginu svavam@hvest.is  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Það er kraftur í samfélögunum fyrir vestan. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring. Í sveitarfélaginu eru grunn- og leikskólar sem geta bætt við sig nemendum og öflug fyrirtæki og stofnanir sem leita að starfsfólki.

Umsóknum skal skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Smelltu hér til að sækja um starfið.